Viðburðir í Þórsmörk

Viðburðir í Þórsmörk

Húsadalur í Þórsmörk er tilvalinn staður til að halda hverskonar viðburði allan ársins hring. Fundir og ráðstefnur, starfsmannaferðir, brúðkaup, afmæli, æfingabúðir fyrir íþróttafólk. Náttúran, ævintýralegt ferðalag yfir árnar og varðeldurinn standa svo sannarlega fyrir sínu.

Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja ógleymanlegan viðburð.

Fundir og ráðstefnur í fjallasal

Komdu hópnum út úr bænum og fundaðu í friði og fersku fjallalofti

Fjallasalir af ýmsum stærðum og öll aðstaða til að halda litla og stærri fundi eða ráðstefnur. Í Húsadal Þórsmörk er fullkomin fundaraðstaða fyrir allt að 100 manns í sætum í einu. Einnig er hægt að setja upp tjöld eða nýta fleiri smærri fundarsali á staðnum ef þörf krefur. Ferðalagið í Þórsmörk býður upp á skemmtilega tilbreytingu og skemmtilega upplifun með yfir óbrúaðar ár á jeppum eða sérútbúnum hálendisrútum. Þegar komið er í Þórsmörk getur þú verið fullviss um að engar truflanir verði á fundarhaldinu og allir geta einbeitt sér að verkefni dagsins. Boðið er upp á allar helstu veitingar og auðvelt er að útfæra séróskir sé þess óskað.

Starfsmannaferðir

Komdu fólkinu þínu á fjöll og hópurinn þjappast saman

Skemmtilegir möguleikar á ýmsum hópeflileikjum, gönguferðum og skemmtilegum ferðum. Ferðin í Þórsmörk hefst með skemmtilegri jeppa- eða rútuferð inn Þórsmerkurveg þar sem fara þarf yfir óbrúaðar ár og aka eftir fáförnum fjallaslóða með útsýni yfir Eyjafjallajökul, Tindfjöll, Þórsmörk og Mýrdalsjökul. Þegar í Þórsmörk er komið er boðið upp á drykk og farið yfir dagskrá við lítinn varðeld. Að því búnu er ýmist hægt að bjóða upp á hópeflileiki, gönguferðir, ratleiki eða náttúrujóga svo dæmi sé tekið. Hægt er að útfæra ýmsar útgáfur með eða án gistingar og veitingum.

Brúðkaup, afmæli og veislur

Láttu okkur sjá um veisluna

Brúðkaup, afmæli og allskyns veislur er hægt að útfæra í Þórsmörk. Náttúruleg umgjörð á einum fallegasta stað jarðar og ævintýrið sem felst í því að komast hingað mun sjá til þess að gestirnir gleyma boðinu þínu ekki í bráð. Hægt er að útfæra ýmsar leiðir til að halda viðburði sem henta þínum þörfum með eða án gistingar, veitingum, afþreyingu og náttúruupplifun.