Húsadalur í Þórsmörk er tilvalinn staður til að halda hverskonar viðburði allan ársins hring. Brúðkaup, afmæli, starfsmannagleði, æfingabúðir fyrir íþróttafólk, fundir og ráðstefnur. Náttúran, ævintýralegt ferðalag yfir árnar og varðeldurinn standa svo sannarlega fyrir sýnu.
Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja ógleymanlegan viðburð.
Komdu hópnum út úr bænum og fundaðu í friði milli þess sem þið fáið meira en nóg af fersku fjallalofti
Fundarsalir af ýmsum stærðum og allt til alls til að halda litla og stærri fundi eða ráðstefnur
Komdu fólkinu þínu á fjöll og hópurinn þjappast saman
Skemmtilegir möguleikar á ýmsum hópeflileikjum, gönguferðum og skemmtilegum ferðum.
Láttu okkur sjá um veisluna
Athafnir úti og inni, ýmsir möguleikar á fallegasta stað landsins