Hjá okkur fá ferðamenn sjálfir að aka Land Rover jeppum eftir fáförnum slóðum yfir ár og í alls kyns torfærum með óviðjafnanlegu útsýni. Daglegar ferðir með fasta brottfarartíma ásamt sérsniðnum lausnum fyrir hópa og einstaklinga.
Gaman að sjá þig! Hér finnur þú upplýsingar og allt það helsta sem við hjá Volcano Trails bjóðum uppá. Það er margt að gerast hjá okkur og margar spennandi nýjungar sem vert er að skoða.
Stuttar jeppaferðir frá Reykjavík, nýjar gönguleiðir, áhugaverðir viðburðir og margt fleira skemmtilegt ásamt hinum geysivinsælu Glamping tjöldum í Húsadal Þórsmörk. Kynntu þér málið hér á síðunni.
Hjá okkur fá ferðamenn sjálfir að aka Land Rover jeppum eftir fáförnum slóðum yfir ár og í alls kyns torfærum með óviðjafnanlegu útsýni. Daglegar ferðir með fasta brottfarartíma ásamt sérsniðnum lausnum fyrir hópa og einstaklinga.
Húsadalur í Þórsmörk er þjónustumiðstöð okkar á Hálendinu þar sem boðið er upp á gistingu í fjallaskálum og glamping tjöldum, veitngar, viðburði og ýmsa afþreyningu. Hér færðu allar upplýsingar um þjónustu okkar í Húsadal.
Glamping tjöldin okkar í Húsadal hafa svo sannarlega slegið í gegn. Upplifðu náttúru Þórsmerkur á nýjan máta með öll lífsins þægindi í tjaldinu þínu.
Þórsmörk er kjörinn staður til að halda fjölbreytta viðburði og uppákomur. Starfsmannaferðir, fundir og ráðstefnur, brúðkaup, afmæli, hlaup og göngudagar eru meðal viðburða sem við höldum á hverju ári. Bókaðu Fjallasal í Húsadal fyrir næsta viðburð!
Þú finnur okkur á Bókun Marketplace undir Volcano Trails. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 419 4000.
Einnig er hægt að bóka tíma og við tökum vel á móti þér í höfuðstöðvum okkar að Desjamýri 8 í Mosfellsbæ.