Það er gott að slaka á gufubaðinu og lauginni í Húsadal eftir langan dag á fjöllum

Í Húsadal Þórsmörk höfum við sett upp gufubað við litla laug með heitu vatni. Vatnið í lauginni er um 25 - 29°C heitt og rennur úr borholu innan úr Húsadal. Sturtur eru staðsettar örstutt frá lauginni þar sem hægt er að láta þreytuna líða úr sér. Laugin er grunn set og vaðlaug og því ákjósanlegur staður fyrir yngstu kynslóðina. Aðgangur að sturtum, gufubaði og lauginni er innifalinn í allri gistingu í Húsadal.

Gufubaðið og laugin í Þórsmörk

Hér er gott að jafna sig eftir Laugaveginn, Fimmvörðuháls og gönguna um Þórsmörk