Veitingastaður og bar í Húsadal Þórsmörk

Eftir langan dag á fjöllum er gott til þess að vita að í Húsadal bíður heit máltíð, svalandi drykkir og góður félagsskapur við varðeldinn.

LavaGrill Veitingastaður & Bar í Þórsmörk

Matseðill

  • Morgunverður: Heimabakað brauð og álegg, eggjahræra, ferskir ávextir og grænmeti, hafragrautur, morgunkorn, kexkökur, mjólk, ávaxtasafi, kaffi og te. Morgunverður er borinn fram milli kl 8:00 og 10:00 alla daga. Verð kr. 2.500
  • Hamborgaratilboð: Hamborgari eða grænmetisborgari og franskar - í boði milli kl 13:00 og 17:00. Verð kr. 2.900
  • Súpuhlaðborð: Súpa, heimabakað brauð, pestó, hummus, kaffi og kökusneið. Súpuhlaðborð er í boði milli kl. 11:30 og 15:00 alla daga. Verð kr. 2.900,- 
  • Kvöldverðarhlaðborð: Súpa í forrétt, tveir af eftirtöldum aðalréttum - lambakjöt, svínakjöt, kjúklingur, grænmetisréttur, fiskur. Meðlæti kartöflur, ferskt og bakað grænmeti og sósur. Kvöldverður er borinn fram milli kl. 18:00 og 21:00. Verð kr. 5.500,-
  • Nestispakkar: Samloka, flatbrauð með hangikjöti, súkkulaðistykki, safi eða kókómjólk og ferskur ávöxtur. Verð kr. 2.900,-
  • Eftirréttir og snarl: hægt er að kaupa eftirrétti, kaffi og snarl á staðnum.

Hægt er að bæta við máltíðum þegar gisting er bókuð.

Grænmetisréttir eru fáanlegir á staðnum. Vinsamlega látið móttöku vita um ofnæmi, óþol eða séróskir varðandi matarræði.

Hægt er að bóka ýmsar veitingar fyrir hópa fyrir veislur, fundi og mannfagnaði.

Opið fyrir alla!

Opnunartímar:

11. maí - 30. September 2024: opið alla daga frá kl 8:00 - 23:00

  1. október 2024 - 1. maí 2025: aðeins opið fyrir hópabókanir

Matur er afgreiddur frá kl 8 til kl 21 á sumrin en hægt er að fá drykki og snakk afgreitt á barnum til kl 23.

Barnaverð:

0-5 ára borga 0%

6-11 ára borga 50%

12+ ára borga 100%

Spurt og svarað um veitingar í Þórsmörk
Plus icon to open answer to question
Opnunartímar veitingarstaðar

Sumaropnun 15. maí - 30. September: opið alla daga frá kl 8 - 23.

Vetraropnun 1. október - 14. maí: aðeins opið fyrir hópabókanir

Sjá nánar um tímasetningar á framreiðslu veitinga hér ofar á þessari síðu.

Plus icon to open answer to question
Ofnæmi og óþol

Matseðill okkar gæti innihaldið næringarefni sem valda fólki með óþol eða ofnæmi óþægindum. Ef þú hefur ofnæmi, óþol eða séróskir varðandi matvæli þá endilega láttu starfsfólk okkar í móttöku vita og starfsfólk okkar í eldhúsi býður upp á annan valkost.

Plus icon to open answer to question
Vegan og grænmetisætur

Í hlaðborðinu okkar er ávalt bæði ferskt og bakað grænmeti en við útbúum einnig grænmetisrétti fyrir þá sem ekki vilja kjöt í aðalrétt. Hafðu samband við starfsfólk okkar í móttöku og starfsfólk í eldhúsi útbýr grænmetisrétti á augabragði.

Plus icon to open answer to question
Nestispakkar í gönguferðir

Við bjóðum upp á nestispakka til að taka með í gönguferðina. Vinsamlega pantið nesti í mótttöku með góðum fyrirvara t.d. kvöldið áður en lagt er af stað í gönguferð.

Plus icon to open answer to question
Gestaeldhús og nestisaðstaða í Þórsmörk

Næturgestir hafa aðgang að nestisaðstöðu og litlu gestaeldhúsi sem staðsett er við hlið veitingastaðarins. Ferðalangar sem ekki gista geta fengið afnot af nestisaðstöðu og salernum gegn vægu gjaldi.

ATH gestir þurfa að hafa með sér allan borðbúnað og eldunaráhöld þar sem aðstaðan býður ekki upp á mikið pláss fyrir búnað. Tvö helluborð og hraðsuðukatlar eru í gestaeldhúsi. Gestaeldhús rúmar um 30 manns í sæti.

Plus icon to open answer to question
Veitingar fyrir hópa í Þórsmörk

Við bjóðum upp á ýmsar veitingar í Þórsmörk fyrir minni og stærri hópa. Grillveislur, súpur og léttar veitingar í boði. Í Húsadal getum við haldið brúðkaup, fundi og ráðstefnur og ýmsa viðburði. Nokkrar stærðir af veislu og fundarrýmum sem henta hópum af ýmsum stærðum. Einnig er hægt að setja upp grillveislur undir berum himni. Hafðu samband og við kynnum þér möguleikana.