Bóka gistingu í Húsadal Þórsmörk

Hér getur þú bókað gistingu í Húsadal Þórsmörk við fótskör bestu gönguleiða landsins. Hægt er að velja um fjölbreytta gistingu á borð við upphituð Lúxustjöld, Smalahúsin okkar vinsælu, tveggja manna herbergi og fjallaskálagistingu. Hægt er að tjalda í Húsadal en ekki þarf að bóka sérstaklega tjaldstæði nema fyrir hópa. Nánari upplýsingar um hvernig á að bóka er að finna neðst á þessari síðu. Hreiðraðu um þig í Húsadal og njóttu alls þess besta sem Þórsmörk hefur uppá að bjóða.

Spurningar og svör
Plus icon to open answer to question
Hvernig bóka ég gistingu?
  1. Veldu dagsetningu komu (innskráning) og brottfarardags (útskráning) í bókunarvélinni hér að neðan.
  2. Veldu fjölda gesta og þá birtast gistimöguleikar sem eru lausir - ath lið 4 til að bóka fyrir fleiri en 2 gesti
  3. Síðan velur þú "Bóka" við gistirýmið sem þú kýst og fyllir út upplýsingar í næsta skrefi
  4. ATH: Ef þú vilt bóka fleiri en eitt herbergi veldu þá "Bóka marga flokka"
  5. Síðan velur þú "Magn" við gistirýmin sem þú vilt og ýtir á "Bóka" hnappinn efst eða neðst á síðunni
  6. ATH: stundum getur það gerst að tölvupóstur með bókunarstaðfesingu fer í rusl möppuna / "spam folder" - vinsamlega athugið það áður en bókað er aftur.
Plus icon to open answer to question
Get ég bókað mörg herbergi í einu?
  1. Ef þú vilt bóka fleiri en eitt herbergi veldu þá "Bóka marga flokka"
  2. Síðan velur þú "Magn" við gistirýmin sem þú vilt og ýtir á "Bóka" hnappinn efst eða neðst á síðunni
Plus icon to open answer to question
Hvað þýða litirnir í dagatalinu?

Grænn = Laust gistirými

Rauður = Uppselt þessa dagsetningu

Gulur = Dagssetningin sem þú hefur valið sem komudag

Plus icon to open answer to question
Fæ ég staðfestingu senda með tölvupósti?

Eftir að þú hefur staðfest bókun með greiðslu átt þú að fá senda kvittun og staðfestingu með bókunarnúmeri í tölvupósti.

ATH: Stundum getur það gerst að tölvupóstur með bókunarstaðfesingu fer í rusl möppuna / "spam folder" - vinsamlega athugið það áður en bókað er aftur.