Allt sem þú þarft að vita fyrir gönguna eða hlaupið um Laugaveginn. Leiðarlýsing, búnaðarlistar, staðsetning skála og margt fleira.
Learn moreLaugavegurinn er vinsælasta gönguleið landsins enda er hún afar fjölbreytt og leiðir göngufólk um eitt fallegasta landslag Íslands að Fjallabaki. Leiðin er um 55 km löng og tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk. Hægt er að lengja gönguna með því að bæta við gönguleiðinni um Þórsgötu í Þórsmörk og með því að ganga yfir Fimmvörðuháls alla leið að Skógum.
Besta gönguleið landsins
Laugavegurinn er sannarlega ein vinsælasta og fallegasta gönguleið landsins. Gangan er tiltölulega aðgengileg og skálar sem hægt er að gista í eða tjalda við eru með reglulegu millibili á leiðinni. Laugavegurinn er um 55 kílómetra langur og liggur um afar fjölbreytt landslag að Fjallabaki og Þórsmörk með útsýni yfir Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul. Hver dagleið er ólík þeirri næstu og landslagið tekur miklum breytingum frá degi til dags. Hægt er að gista í skálum á leiðinni í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum og í Þórsmörk.
Flestir ganga leiðina á fjórum dögum frá norðri til suðurs eða frá Landmannalaugum í Þórsmörk með dagleiðum á bilinu 12 - 16 km. Einnig hægt er að hlaupa leiðina, ganga rösklega eða jafnvel hjóla á styttri tíma og en slíkt veltur allt á þjálfun og úthaldi og reynslu af fjallaferðum. Tilvalið er fyrir þá sem vilja lengja leiðina að bæta við gönguleiðunum um Þórsgötu í Þórsmörk og leiðinni yfir Fimmvörðuháls að Skógum.
Skálar á Laugaveginum opna yfirleitt í lok júní eða byrjun júlí en það veltur mikið á snjóalögum og því hvenær vegir í Landmannalaugar opna á vorin. Skálar eru jafnan opnir fram í miðjan september og tilvalið að ganga þessa frábæru leið á haustin.
Nánari upplýsingar um Laugaveginn með leiðarlýsingum og búnaðarlista er hægt að nálgast hér á síðunni.
Hér getur þú bókað rútumiða með sveigjanlegum dagsetningu í Landmannalaugar og heim aftur úr Þórsmörk eða frá Skógum. Þú tekur rútuna frá BSÍ og ákveður svo hvort þú vilt taka rútuna frá Þórsmörk eða hvort þú viljir ganga alla leið að Skógum og taka hana þaðan.
Allt sem þú þarft að vita fyrir gönguna eða hlaupið um Laugaveginn. Leiðarlýsing, búnaðarlistar, staðsetning skála og margt fleira.
Learn moreHér finnur þú upplýsingar um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls ef þú vilt lengja gönguna yfir að Skógum.
Learn moreGönguleiðin um Laugaveginn er ein fjölbreyttasta gönguleið landsins
Hér finnur þú upplýsingar um Þórsgötuna og fleiri gönguleiðir í Þórsmörk.
Learn moreHér finnur þú upplýsingar um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls ef þú vilt lengja gönguna yfir að Skógum.
Learn more