Starfsmannaferðir og fyrirtækjaþjónusta með öðru sniði

Volcano Trails býður starfsmannafélögum og fyrirtækjum upp á ýmsa þjónustu við skipulag ferða og viðburða. Við höfum áratuga reynslu af skipulagningu og framkvæmd óvissuferða, árshátíða, funda og ráðstefna og mótttöku erlendra viðskiptavina fyrir fyrirtæki svo fátt eitt sé nefnt. Hafðu samband og við sendum þér tillögur að frábærum ferðum fyrir hópinn þinn.

Settu Þórsgötu á kortið í sumar!

Skemmtileg áskorun sem þjappar hópnum saman og styrkir tengslin

Þórsgatan er tilvalin leið fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum sem vilja breyta til og upplifa náttúru Þórsmerkur í góðum félagsskap. Hægt er að laga ferðir að þörfum hvers og eins með því að stytta eða lengja gönguleiðina eða jafnvel skipta hópnum upp í smærri hópa sem geta valið leiðir sem henta hverjum og einum. Gangan er tilvalin leið fyrir hópa sem vilja komast út í náttúruna, þétta raðirnar og reyna á samheldni hópsins.

Hægt er að komast inn í Þórsmörk á jeppum eða með rútum og í Húsadal er hægt að gista í upphituðum lúxustjöldum, smalahúsum, tveggja manna herbergjum eða hefbundnum fjallaskálum.

Möguleikarnir eru endalausir og hvort sem um er að ræða styttri dagsferðir eða lengri ferðir með gistingu og veitingum þá finnum við réttu lausnina fyrir þinn hóp.

Smelltu hér til að skoða nánari leiðarlýsingu af Þórsgötu.

Jeppaferðir í nágrenni Reykjavíkur

Skemmtilegar ferðir um fáfarna jeppaslóða í útjaðri höfuðborgarsvæðisins

Jeppaferðir á breyttum Land Rover Defender jeppum eru frábær skemmtun fyrir hópa sem vilja upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Hægt er að velja mislangar og erfiðar leiðir þar sem ekið er út fyrir borgarmörkin eftir fáförnum jeppaslóðum sem fæstir vita af. Allt um kring eru skemmtilegar leiðir þar sem ekið eftir þröngum slóðum, yfir óbrúaðar ár, upp og niður brattar brekkur og ýmsar aðrar hæfilega krefjandi torfærur. Á sama tíma njótum við útsýnis yfir fallega náttúru. Þatttakendur fá sjálfir að aka bílunum og við stoppum nokkrum sinnum á leiðinni og skiptumst á svo þeir sem vilja fái að prófa.

Hægt er að tengja ferðirnar við aðra afþreyingu á borð við hellaferðir, fjórhjólaferðir eða hestaferðir svo dæmi sé tekið auk þess sem hægt er að bjóða upp á veitingar á völdum stöðum. Fyrir hópa sem vilja ennþá meira er hægt að skipuleggja lengri ferðir inn á hálendi með gistingu í Húsadal eða öðrum fjallaskálum á ýmsum fallegum stöðum. Hafðu samband og við sendum þér tilboð eða frekari upplýsingar.

Fundir í fjallasal

Fundir og ráðstefnur á fjöllum

Í Húsadal Þórsmörk er fullbúin fundaraðstaða fyrir allt að 100 manns í sætum í einu. Einnig er hægt að setja upp tjöld eða nýta smærri fundarsali á staðnum ef þörf krefur. Ferðalagið í Þórsmörk býður upp á skemmtilega tilbreytingu þar sem ekið er yfir óbrúaðar ár á jeppum eða sérútbúnum hálendisrútum. Þegar komið er í Þórsmörk getur þú verið fullviss um að engar truflanir verði á fundarhaldinu og allir geta einbeitt sér að verkefni dagsins. Boðið er upp á gistingu og allar helstu veitingar í Húsadal og auðvelt er að útfæra séróskir sé þess óskað. Á milli funda er hægt að skreppa í lengri eða skemmri gönguferðir til að skerpa einbeitinguna. Fundir í fjallasal eru tilvalin leið fyrir til að brjóta upp normið og veita hópnum þínum innblástur í leiðinni. Hafðu samband og við sendum tilboð og nánari upplýsingar.

Þegar erlenda gesti ber að garði

Móttaka erlendra gesta og viðskiptavina

Láttu okkur sjá um móttöku erlendra gesta fyrir þína hönd og við sjáum um dvölina á Íslandi frá upphafi til enda. Hvort sem um hópa eða einstaklinga er að ræða getum við boðið upp á ferðaskipulagningu fyrir erlenda aðila sem vilja upplifa Ísland. Við getum skipulagt allt frá styttri ferðum og afþreyingu upp í nokkurra daga ferðir með fundahöldum, afþreyingu, hótelgistingu og akstri. Hafðu samband og við sendum tilboð og nánari upplýsingar.

Myndir úr hópferðum

Volcano Trails býður upp á úrval frumlegra og skemmtilegra ferða fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum.

Kort af Þórsgötu
>

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af fjöllum