Bókaðu á netinu og fáðu besta verðið

Hér getur þú bókað rútumiða í og úr Þórsmörk, Landmannalaugar og að Skógum. Hægt er að bóka gönguleiðapassa í Landmannalaugar og heim aftur frá Þórsmörk eða Skógum með sveigjanleika í dagsetningum eftir því hversu langan tíma gangan tekur. Einnig er hægt að bóka rútuferð frá Hvolsvelli að Skógum og tilbaka aftur frá Þórsmörk að lokinni gönguferðinni yfir Fimmvörðuháls. Skoðaðu mögleikana og legðu land undir fót. Bókunarvélin okkar uppfærist sjálfkrafa með öllum bestu tilboðunum hverju sinni.

Rútumiðar í Þórsmörk

Húsadalur er staðsettur í Þórsmörk og til að komast hingað þarf að fara yfir óbrúaðar ár. Best er að leggja bílnum og hoppa um borð í rútuna sem kemur þér örugglega yfir árnar. Hægt er að taka rútuna alla leið frá Reykjavík í Húsadal, Bása eða Langadal eða leggja bílnum við Hvolsvöll, Seljalandsfoss eða við Krossá og taka rútuna þaðan. Hér getur þú séð rútuáætlunina og keypt rútumiða í Þórsmörk.

self.image.title

Fimmvörðuháls - Daglegar ferðir frá Þórsmörk að Skógum

Leggðu bílnum á Skógum og gakktu yfir Fimmvörðuháls. Síðan tekur þú rútuna aftur frá Básum eða Húsadal í Þórsmörk að Skógum og sækir bílinn. Þessi kostur er tilvalinn fyrir þá sem ætla sér að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum í Þórsmörk. Tilvalið er að gista í Þórsmörk eftir gönguna og taka rútuna tilbaka daginn eftir.

self.image.title

Laugavegur rútuferðir

Hér getur þú bókað rútumiða til að ganga Laugaveginn í sumar. Þú bókar rútumiða og tekur rútuna í Landmannalaugar og heim aftur frá Þórsmörk eða frá Skógum ef þú ákveður að bæta Fimmvörðuhálsinum við gönguna um Laugaveginn.

self.image.title

Rútumiðar í Landmannalaugar

Hér getur þú bókað miða með daglegum rútuferðum í Landmannalaugar. Hægt er að bóka ferðir fram og til baka sama dag eða gista í Landmannalaugum og taka rútuna heim aftur þegar þér hentar. Frábær leið til að upplifa stórfenglega náttúru Landmannalauga.

self.image.title