Bókaðu á netinu og fáðu besta verðið

Hér getur þú bókað rútumiða í og úr Þórsmörk, Landmannalaugar og að Skógum. Skoðaðu mögleikana og legðu land undir fót. Bókunarvélin okkar uppfærist sjálfkrafa með öllum bestu tilboðunum hverju sinni.

Rútumiðar í Þórsmörk

Húsadalur er staðsettur í Þórsmörk og til að komast hingað þarf að fara yfir óbrúaðar ár. Best er að leggja bílnum og hoppa um borð í rútuna sem kemur þér örugglega yfir árnar. Hægt er að taka rútuna alla leið frá Reykjavík í Húsadal, Bása eða Langadal eða leggja bílnum við Hvolsvöll, Seljalandsfoss eða við Krossá og taka rútuna þaðan. Hér getur þú séð rútuáætlunina og keypt rútumiða í Þórsmörk.

self.image.title

Fimmvörðuháls - Daglegar ferðir frá Þórsmörk að Skógum

Leggðu bílnum á Skógum og gakktu yfir Fimmvörðuháls. Síðan tekur þú rútuna aftur frá Básum eða Húsadal í Þórsmörk að Skógum og sækir bílinn. Þessi kostur er tilvalinn fyrir þá sem ætla sér að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum í Þórsmörk. Tilvalið er að gista í Þórsmörk eftir gönguna og taka rútuna tilbaka daginn eftir.

self.image.title

Laugavegur rútuferðir

Hér getur þú bókað rútumiða til að ganga Laugaveginn í sumar. Þú bókar rútumiða og tekur rútuna í Landmannalaugar og heim aftur frá Þórsmörk eða frá Skógum ef þú ákveður að bæta Fimmvörðuhálsinum við gönguna um Laugaveginn.

self.image.title

Rútumiðar í Landmannalaugar

Hér getur þú bókað miða með daglegum rútuferðum í Landmannalaugar. Hægt er að bóka ferðir fram og til baka sama dag eða gista í Landmannalaugum og taka rútuna heim aftur þegar þér hentar. Frábær leið til að upplifa stórfenglega náttúru Landmannalauga.

self.image.title