Aðgengi að bestu gönguleiðum landsins, beint frá rúmstokknum

Aðstaðan okkar í Húsadal Þórsmörk er staðsett við fótskör bestu gönguleiða landsins. Hér bjóðum við upp á gistingu í Glamping lúxustjöldum, tveggja manna herbergjum, smáhýsum, fjallaskálum og á tjaldstæðum.

Bókaðu á netinu og fáðu besta verðið


15. maí - 30. September 2024: opið alla daga frá kl 8:00 - 23:00
Nov 2023 - 14. Maí 2024: aðeins opið fyrir hópabókanir

GLAMPING lúxustjöld

Glamping Lúxustjöldin okkar eru frábær kostur fyrir alla þá sem vilja upplifa náttúru Þórsmerkur með smá lúxus. Tjöldin eru útbúin með uppábúnum rúmum og húsgögnum til að hafa það notalegt. Tjöldin eru upphituð með stillanlegum rafmagnsblásara sem heldur jöfnu og þægilegu hitastigi í tjaldinu. Veitingastaðurinn, barinn og sameiginleg sturtur, gufubað og salernisaðstaða er staðsett örstutt frá tjöldunum. Hægt er að sitja úti við tjöldin með drykk í hönd, orna sér við varðeldinn og njóta útsýnisins.

Hvað er innifalið?

  • Uppábúin rúm fyrir tvo - hjónarúm eða tvö aðskilin
  • Hitablásari
  • Þægilegir stólar og húsgögn
  • Sameiginleg bað og salernisaðstaða
  • Þráðlaust net í þjónustuhúsi
  • Aðgangur að gufubaði, sturtum og lítilli baðlaug

self.image.title

Eyjafjallajökull - herbergi

Í skálanum Eyjafjallajökli eru 14 herbergi með uppábúnum kojum. Hver koja er með mjúkri og góðri tvíbreiðri neðri dýnu og einbreiðri efri dýnu svo að hvert herbergi rúmar ágætlega tvo einstaklinga eða par. Í sameiginlegu rými á gangi eru tvö salerni ásamt anddyri með fatahengi og skóhillum. Veitingastaðurinn, barinn og sameiginleg sturtur, gufubað og salernisaðstaða er staðsett örstutt frá.

Hvað er innifalið?

  • Uppábúin koja fyrir tvo - tvíbreið neðri og einbreið efri
  • Rafmagnsofn
  • Stóll og náttborð
  • Sameiginleg bað og salernisaðstaða
  • Þráðlaust net í þjónustuhúsi
  • Aðgangur að gufubaði, sturtum og lítilli baðlaug

self.image.title

Smalahúsin

Smalahúsin okkar eru átta talsins en hvert þeirra er útbúið með 4 kojum og litlum eldhúskróki og köldu rennandi vatni. Borðbúnaður og stólar fyrir 4 manns fylgir hverju húsi. Gistipláss er fyrir 4 einstaklinga. Smalahúsin eru leigð út sem svefnpokapláss en hægt er að leigja sængur og sængurföt á staðnum. Kalt rennandi vatn, rafmagn og kynding er í öllum húsum. Veitingastaðurinn, barinn og sameiginleg sturtur, gufubað og salernisaðstaða er staðsett örstutt frá húsunum.

Hvað er innifalið?

  • Kojur fyrir 4
  • Eldhúskrókur með borðbúnaði fyrir 4 manns
  • Hraðsuðuketill og helluborð með tveimur hellum
  • Kalt rennandi vatn, rafmagn og kynding
  • Sameiginleg bað og salernisaðstaða
  • Þráðlaust net í þjónustuhúsi
  • Aðgangur að gufubaði, sturtum og lítilli baðlaug
  • Hægt er að leigja sængur, sængurföt og handklæði

self.image.title

Fjallaskálagisting

Tveir fjallaskálar eru í Húsadal þar sem hægt er að bóka gistingu í svefnpokaplássi. Hægt er að bóka einstaklingsgistingu eða taka heilan skála á leigu fyrir litla hópa. Skálarnir rúma 16 og 18 næturgesti eða samtals 34. Eldhúskrókur, salerni og kalt rennandi vatn er í báðum skálum en í öðrum þeirra er einnig sturta. Bollar og glös fylgja skálunum en borðbúnaður er eingöngu í boði fyrir hópa sem taka skálana alla á leigu. Eldunaraðstaða er í gestaeldhúsi sem staðsett er við þjónustuhús. Gufubað, sturtur og lítil baðlaug er staðsett við skálana.

Hvað er innifalið?

  • Svefnpókapláss í Kojur
  • Kalt rennandi vatn, rafmagn og kynding
  • Sameiginleg bað og salernisaðstaða
  • Þráðlaust net í þjónustuhúsi
  • Aðgangur að gufubaði, sturtum og lítilli baðlaug
  • Hægt er að leigja sængur, sængurföt og handklæði

self.image.title

Tjaldstæði í Þórsmörk

Tjaldstæðið í Húsadal Þórsmörk er rúmgott og rennislétt. Tjaldstæðið er umlukið runnagróðri og er skjólgott í flestum vindáttum. Hægt er að taka frá svæði fyrir hópa. Aðgangur að sturtum, gufubaði, baðlaug og gestaeldhúsi er innifalinn í tjaldstæðaverði. Tjaldstæðið er opið frá 1. maí út október eins og aðstæður leyfa. Ekki þarf að bóka tjaldstæði nema fyrir hópa 10 manns eða fleiri.

Hvað er innifalið?

  • Tjaldstæði í Húsadal Þórsmörk
  • Aðgangur að sameiginlegum salernum, sturtum, gufubaði og baðlaug
  • Agangur að gestaeldhúsi - ATH ekki er boðið upp á borðbúnað eða eldunaráhöld s.s. diska, hnífapör, potta og pönnur
  • Þráðlaust netsamband í þjónustuhúsi

self.image.title
Spurt og svarað
Plus icon to open answer to question
Innritun og skil á herbergjum

Innritun 14:00 – 23:00 / Skila herbergjum 10:00 am. 

Plus icon to open answer to question
Aðgangur að gestaeldhúsi og nestisaðstöðu

Næturgestir hafa aðgang að nestisaðstöðu og litlu gestaeldhúsi sem staðsett er við hlið veitingastaðarins. Hópar sem ekki gista geta fengið afnot af nestisaðstöðu og salernum gegn vægu gjaldi.

ATH gestir þurfa að hafa með sér allan borðbúnað og eldunaráhöld þar sem aðstaðan býður ekki upp á mikið pláss fyrir búnað. Tvö helluborð og hraðsuðukatlar eru í gestaeldhúsi. Gestaeldhús rúmar um 30 manns í sæti.

Plus icon to open answer to question
Hvar stoppar rútan í Þórsmörk?

Daglegar rútuferðir eru í og úr Þórsmörk yfir sumartímann. Rútan stoppar hér í Húsadal steinsnar frá þjónustuhúsinu og gistiaðstöðunni.

Plus icon to open answer to question
Eru glamping tjöldin upphituð?

Já, rafmagnsblásarar eru í tjöldunum sem halda jöfnu og þægilegu hitastigi.

Plus icon to open answer to question
Rúmföt, sængur og handklæði

Glamping tjöldin okkar og herbergin eru með uppábúnum rúmum en einnig er hægt að fá leigðar sængur, kodda, rúmföt og handklæði í smáhýsi og fjallaskála.

Plus icon to open answer to question
Auka beddar og barnarúm

Hægt er að leigja auka bedda sem hægt er að setja inn í glamping tjöldin fyrir fjölskyldur. Barnarúmum fyrir börn yngri en 6 ára er hægt að fá án endurgjalds í Glamping tjöld og smalahús.

Plus icon to open answer to question
Baðaðstaða, gufubað og laug í Þórsmörk

Baðaðstaða er í sturtubyggingu við þjónustuhús auk þess sem gufubað, útisturta og lítil laug er staðsett stutt frá sturtuaðstöðunni. Næturgestir hafa ótakmarkaðan aðgang að baðaðstöðu allan sólarhringinn. Gestir sem ekki gista geta fengið aðgang að baðaðstöðu og leigt handklæði á staðnum gegn vægu gjaldi.