Rútumiðar frá Þórsmörk að Skógum fyrir þá sem ætla að ganga Fimmvörðuháls

Hér getur þú bókað rútumiða frá Þórsmörk að Skógum. Leggðu bílnum á Skógum og taktu rútuna beint úr Þórsmörk aftur á Skóga eftir gönguna yfir Fimmvörðuhálsinn.

Rútuferðir milli Þórsmerkur og Skóga

Áætlun á PDF formi
Trússþjónusta frá Hvolsvelli í Þórsmörk
Plus icon to open answer to question
Trúss á farangri

Fyrir farþega sem ætla í gönguferð sem endar í Þórsmörk er boðið upp á tösku sendingar í Húsadal, Langadal eða Bása. Bílstjórinn sem fer í Þórsmörk tekur við pakkanum þínum á Hvolsvelli og kemur honum á áfangastað.

Plus icon to open answer to question
Merkingar á tösku
  • Allar töskur þurfa að vera skilmerkilega merktar með merkingum sem eru í A4 stærð á töskur eða sambærilegt.
  • Gott er að merkja með tveimur mismunandi merkingum ef að önnur dettur af.
Plus icon to open answer to question
Verum tímanlega!
  • Allar töskur þurfa að vera komnar fyrir kl 08:45, í húsnæði Southcoast Adventure. Ormsvelli 23, Hvolsvelli.
  • Það er á ábyrgð eiganda töskunnar að koma töskunni á réttum tíma, á réttan stað og með réttum merkingum. Ef það er ekki gert ábyrgjumst við ekki að koma töskunni á áfanga stað.
Plus icon to open answer to question
Staðsetningar

Í bókunarvél er hægt að velja hvert skal keyra töskunum.

  • Húsadalur: Töskunum er skutlað í móttökuna inní Húsadal eða inní kalda eldhúsið.
  • Langidalur: Töskunum er skutlað fyrir utan salernishúsið, þar sem smá pallur sem snýr að bílastæðum og með skyggni.
  • Básar: Töskunum er skutlað í afgreiðslu skálavarðar.
Plus icon to open answer to question
Verð

Rukkað er eftir fjölda taska sem á við.
Dæmi: 5 manns eiga tvær töskur, þá er rukkað 1.500 kr. x 2.

Fimmvörðuháls staðsetningar
>