Stutt frá borgarmörkunum

Reykjavík Volcano Trails

Komdu með í jeppaferð á Land Rover Defender og upplifðu faldar náttúruperlur í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins

VT-01
Price from
Frá kr. 13.600 á mann
Book now

Vinsælasta jeppaferð erlendra ferðamanna á Íslandi

Stutt en skemmtileg ferð þar sem þú keyrir Land Rover Defender eftir fáförnum jeppaslóðum, yfir ár og vegleysur rétt við borgarmörkin

Allt í kringum höfuðborgarsvæðið liggja leiðir sem hægt er að aka með sérútbúnum jeppum. Leiðirnar liggja um falleg landssvæði með allskyns skemmtilegum torfærum og földum náttúruperlum. Reykjavík Volcano Trails ferðin okkar er vinsælasta jeppaferðin okkar meðal erlendra ferðamanna enda liggur leiðin eftir skemmtilegum og torfærum jeppaslóðum með útsýni yfir stórfenglega náttúru Heiðmerkur, Mosfellsdals og Hengilssvæðisins. Ferðin býður upp á skemmtilega upplifun fyrir hópa og einstaklinga þar sem við ökum jeppum eftir fáförnum og torfærum leiðum í nágrenni höfuðborgarinnar.

Við stoppum á miðri leið til að skipta um ökumenn, taka myndir og njóta útsýnisins. Leiðsögumenn okkar velja daglega þær slóðir sem farnar eru, eftir veðri og aðstæðum, til að tryggja bestu mögulegu akstursupplifun í hverri ferð.

Í hverjum jeppa eru talstöðvar svo leiðsögumaður geti miðlað upplýsingum og átt samskipti við hópinn í hinum bílunum.

Þessi ferð hentar vel fyrir hópa, einstaklinga, pör og fjölskyldur og er í boði allt árið, í hvaða veðri sem er. Við mælum með að hafa meðferðis hlý föt með vind- og vatnsheldu ytra lagi, húfu, hanska og góða skó, sérstaklega utan sumarmánaðanna júní, júlí og ágúst.

Yfirlit

Hópastærð

Allt að 7 sæti í hverjum jeppa | Bætið við jeppum fyrir fleiri farþega

Erfiðleikagráða

Auðvelt | Þessi ferð er aðgengileg fyrir flest fólk og hægt er að velja milli þess að aka eða sitja sem farþegi

Lengd

2 klst + 20 mínútna kynning áður en lagt er af stað

Framboð

Dalgegar ferðir tvisvar á dag

Lágmarksaldur

17 ára fyrir ökumenn | Mælt er með því að börn hafi náð amk 4 ára aldri

Upphafstaður

Mosfellsbær

Tungumál leiðsagnar

Íslenska og enska

Fjölskylduvæn ferð

Þessi ferð hentar vel fyrir fjölskyldur

Þú ekur jeppanum

Þátttakendur með gild ökuréttindi geta ekið jeppunum í þessari ferð

Bóka þessa ferð

Included

  • 4x4 Leiðsögumaður
  • 2klst jeppaferð í Land Rover Defender
  • Jeppaferð um torfærar ökuleiðir með útsýnisstoppum
  • Talstöðvar í öllum bílum
  • Stopp til að skipta um ökumenn

Optional extras

  • Hægt að sækja farþega á hótel á Höfuðborgarsvæðinu
  • Barnabílstólar
  • Veitingar fyrir hópa
  • Hægt að bóka farþegasæti í jeppa með leiðsögumanni
Leiðsögumaður
Skemmtilegar og krefjandi leiðir
Ekið yfir ár og torfærur
Skemmtileg afþreying fyrir alla
Fallegt útsýni og faldar náttúruperlur
Land Rover Defender

Spurt og svarað

Hvar byrjar ferðin?

Ferðin hefst og endar við höfuðstöðvar okkar að Desjamýri 8 í Mosfellsbæ þaðan sem aðeins örfáar mínútur tekur að komast út á jeppaslóðirnar. Smelltu hér til að skoða staðsetningu okkar á Google Maps

Hvernig fara ferðirnar fram?

Jeppaferðirnar fara þannig fram að leiðsögumaður ekur á undan og svo koma farþegarnir á eftir, hver í sínum jeppa.

Hvernig jeppar eru í ferðunum?

Við notum hina klassísku og upprunalegu Land Rover Defender jeppa frá Bílaleigunni ÍSAK sem margir þekkja. Land Rover Defender jepparnir eiga sér allt að 70 ára sögu sem yfirburða torfærubíll á heimsvísu. Jepparnir okkar eru bæði á 31" dekkjum og einnig með 37" dekkjum og fer það eftir aðstæðum og framboði hverju sinni hvaða bíla við notum í ferðinar.

Fæ ég að keyra sjálf/ur?

Já, allir sem eru 17 ára og eldri með gild ökuréttindi geta ekið jeppunum í ferðum með okkur. Gert er ráð fyrir að tveir ökumenn í hverjum bíl geti skipts á að keyra bílinn í hverri ferð.

Get ég komið með ef ég vill ekki keyra sjálf/ur?

Viljir þú ekki aka sjálf/ur getur þú valið um að sitja sem farþegi í bíl með ferðafélögum þínum eða að bóka sæti í bílnum með leiðsögumanninum.

Hveru margir geta tekið þátt?

Þessi ferð er tilvalin fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og hópa af ýmsum stærðum s.s. vinnustaðahópar, gæsa- og steggjaferðir svo dæmi séu tekin. Hver jeppi hefur 7 sæti og hægt er að bæta við bílum eftir þörfum.

Er þessi ferð örugg?

Við leggjum höfuðáherslu á að jeppaferðirnar okkar séu skemmtilegar og öruggar fyrir viðskiptavini okkar. Við gerum öryggisáætlarni fyrir allar ferðir, leiðsögumenn okkar hafa fengið sérstaka þjálfun og þriggja punkta öryggisbelti eru í öllum bílum og hægt er að fá barnabílstóla. Leiðirnar sem við ökum bjóða upp á fjölbreyttan akstur um torfæra slóða en ávallt þannig að fyllsta öryggis sé gætt.

Við mælum með

  • Hlý föt - vind og vatnsheldar yfirhafnir
  • Góðir skór með grófum sóla
  • Húfa og vettlingar
  • Sólgleraugu
  • Myndavél
Upphafstaður
>
Aðrar ferðir