Einstök upplifun í Húsadal Þórsmörk

Þórsmerkurævintýri fyrir hópa

Upplifðu einstaka náttúru Þórsmerkur

VT-03
Book now

Þórsmörk skilur engan eftir ósnortinn

Komdu með hópinn þinn í Þórsmörk og upplifðu stórfenglega náttúru. Hér getur þú valið um úrval gönguleiða og fengið alla þá þjónustu sem þú þarft á að halda. Ferð í Þórsmörk er tilvalin leið fyrir hópa sem vilja þétta raðirnar og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni.

Þórsmörk er einn fallegasti staður landsins með vel merktar göngu- og hlaupaleiðir. Í Húsadal í Þórsmörk færð þú svo alla þá þjónustu sem þú þarfnast hvort sem um ræðir gistingu, veitingar og aðstoð við skipulagningu ferðarinnar. Einfalt og þægilegt er að komast í og úr Þórsmörk með daglegum rútuferðum sem boðið er uppá frá Reykjavík, Hvolsvelli og Seljalandsfossi. Einnig er hægt að leigja rútur og sérútbúna jeppa fyrir þá sem vilja og hægt er að bóka gistingu og rútumiða hér á síðunni.

Við mælum sérstaklega með því að gista eina eða fleiri nætur í Þórsmörk en dagsferðir eru einnig góður kostur fyrir þá sem vilja styttri ferðir. Gisting í Húsadal er einnig tilvalinn kostur fyrir þá sem ætla sér að ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuháls.

Þú einfaldlega velur dagsetningu og gistimöguleika sem hentar þér. Þegar þú mætir aðstoðar starfsfólk okkar í Húsadal þig við að skipuleggja gönguferðir sem henta þér og þínum. Hér aðeins neðar á síðunni eru tillögur að ferðum í Þórsmörk.

Hægt er að kaupa veitingar á staðnum eða taka með sér og elda í litlu gestaeldhúsi sem gestir hafa aðgang að. Sjáumst í Mörkinni.

Þessi ferð hentar vel fyrir hópa, einstaklinga, pör og fjölskyldur og er í boði allt árið, í hvaða veðri sem er. Við mælum með að hafa meðferðis hlý föt með vind- og vatnsheldu ytra lagi, húfu, hanska og góða skó.

Dagsferð í Þórsmörk

  • 08:00 Hópurinn hittist og ekið af stað áleiðis í Þórsmörk í fjallarútu eða á jeppum
  • 09:30 Stutt stopp á Hvolsvelli áður en haldið er af stað upp Þórsmerkurveg
  • - Hægt að stoppa á fallegum stöðum á leiðinni s.s. við Seljalandsfoss eða Nauthúsagil
  • 11:00 Komið í Húsadal þar sem boðið er upp á heita súpu áður en haldið er út á Mörkina
  • Gönguferð um Þórsgötuna (4 - 12 km) sem er ein fallegasta gönguleið landsins
  • 16:30 Eftir gönguna er boðið upp á Hamborgaraveislu í Húsadal
  • 18:00 Lagt af stað heim
  • 21:00 Ferðin endar þar sem hún hófst í Reykjavík

Tveggja daga ferð í Þórsmörk

Dagur 1

  • 08:00 Hópurinn hittist og ekið af stað áleiðis í Þórsmörk í fjallarútu eða á jeppum
  • 09:30 Stutt stopp á Hvolsvelli áður en haldið er af stað upp Þórsmerkurveg
  • - Hægt að stoppa á fallegum stöðum á leiðinni s.s. við Seljalandsfoss eða Nauthúsagil
  • 11:00 Komið í Húsadal þar sem boðið er upp á heita súpu áður en haldið er út á Mörkina
  • Gönguferð um Þórsgötuna (4 - 12 km) sem er ein fallegasta gönguleið landsins
  • 16:30 Eftir gönguna er boðið upp á léttar veitingar í Húsadal
  • 18:30 Fordrykkur og kvöldverður
  • 21:00 Varðeldur og gítarspil frameftir kvöldi
  • - - Hægt að velja um gistingu í glamping tjöldum, smáhýsum, tveggja manna herbergjum og fjallaskálum.

Dagur 2

08:00 - 10:00 Morgunmatur

10:30 Hægt er að velja á milli þess að verja öðrum degi í Þórsmörk eða aka aftur heim á leið með möguleika á að stoppa á fallegum stöðum á leiðinni s.s. Stakkholtsgjá, Nauthúsagili eða öðrum stöðum.

Hafðu samband og við sendum þér tilboð

Yfirlit

Hópastærð

Hentar vel fyrir allar stærðir hópa

Erfiðleikagráða

Auðvelt | Þessi ferð er aðgengileg fyrir flest fólk og hægt er að velja gönguleiðir og afþreyingu því sem hentar

Lengd

Hægt að velja sem dagsferð eða ferð með gistingu í eina eða fleiri nætur

Framboð

Apríl - Nóvember

Lágmarksaldur

Ekki er neinn lágmarksaldur en þó er með því að börn hafi náð amk 4 ára aldri

Upphafstaður

Höfuðborgarsvæðið

Tungumál leiðsagnar

Íslenska og enska

Fjölskylduvæn ferð

Þessi ferð hentar vel fyrir fjölskyldur

Akstur

Hægt að velja um ferðir með rútum eða jeppum

Optional extras

  • Akstur til og frá Þórsmörk
  • Gönguleiðakort
  • Leiðsögn
  • Gönguferðir
  • Veitingar
  • Gisting

Optional extras

  • Hægt að sækja farþega á vinnustaði eða aðra staði
  • Barnabílstólar
  • Veitingar fyrir hópa
  • Hægt að bóka farþegasæti í jeppa með leiðsögumanni
Einstök upplifun
Fjölbreyttir gistimöguleikar
Fallegt útsýni og faldar náttúruperlur
Þórsgatan og fleiri gönguleiðir
Skemmtileg afþreying fyrir alla
Varðeldur og gítarspil
Húsadalur Þórsmörk
>
Aðrar ferðir