Boðið er upp á rútuferðir yfir Krossá fyrir hópa og í tengslum við einstaka viðburði. ATH ekki er hægt að bóka ferðir yfir Krossá nema í þessum tilfellum. Veldu rétta dagsetningu og bókaðu far með rútunni. Neðst á þessari síðu finnur þú nánari upplýsingar um ferðir yfir Krossá.
Laugardaginn 6. september verða ferðir í boði yfir Krossá í tengslum við Þórsgata Volcano Trail Run hlaupið. Hér getur þú bókað miða.
Verð kemur upp þegar þú velur dagsetningu og fjölda farþega í bókunarvélinni. Hver miði gildir báðar leiðir yfir Krossá í Húsadal og aftur tilbaka.
Ferðir yfir Krossá eru eingöngu í boði í tengslum við viðburði eða fyrir hópa. Rútan kemur 10 - 15 mínútum fyrir auglýstan komutíma á áfangastað í Húsadal. Rútan stoppar og tekur upp farþega við Krossá. Ef ekki eru laus sæti í fyrstu ferð þá fer rútan áfram í Húsadal en kemur aftur og sækir farþega.
Fyrsta rúta frá Húsadal fer með farþega yfir Krossá um 30 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma til Reykjavíkur eða þegar rútan er orðin full af farþegum sem ætla að fara yfir Krossá.
Farþegar geta haft með sér farangur en mikilvægt er að mæta tímanlega og vera tilbúin til að ganga um borð þegar rútan mætir því hún stoppar aðeins stutta stund til að taka farþega um borð.
Hver miði gildir báðar leiðir og farþegar geta notað miðann til að komast aftur tilbaka yfir Krossá daginn eftir viðburð ef þeir ætla að gista.