Hér getur þú bókað rútumiða í Landmannalaugar og heim aftur frá Þórsmörk eða Skógum

Hér getur þú bókað rútumiða til að ganga Laugaveginn í sumar. Þú bókar miða og tekur rútuna í Landmannalaugar og heim aftur frá Þórsmörk eða frá Skógum ef þú ákveður að bæta Fimmvörðuhálsinum við gönguna um Laugaveginn.

1. Byrjaðu á því að bóka miða aðra leið í Landmannalaugar þá dagsetningu sem þú vilt byrja gönguna.

2. Bókaðu svo annan miða aðra leið úr Þórsmörk eða frá Skógum á þeirri dagsetningu sem þú lýkur göngunni.

Sendu okkur tölvupóst ef þig vantar frekari upplýsingar eða aðstoð við að bóka [email protected]

1. Rútuferðir í Landmannalaugar

Loading...

2. Rútuferðir frá Þórsmörk

Loading...

3. Rútuferðir frá Skógum

Loading...
FAQ
Plus icon to open answer to question
Trússþjónusta á Laugaveginum

Fyrir farþega sem ætla að ganga Laugaveginn bjóðum við upp á pakkasendingar. Þú getur bætt við pakka þegar þú bókar Hálendispassann og bílstjórinn sem fer í Þórsmörk tekur við pakkanum þínum á Hvolsvelli.

Plus icon to open answer to question
Stærð pakkasendinga

Stærð pakkasendinga skal miðast við bakpoka, kassa eða handfarangurstösku ásamt svefnpoka (hámarksstærð farangurs fyrir utan svefnpoka miðast við 55x40x20 cm og hámarksþyngd miðast við 10 kg). Vinsamlegast athugið að tryggja þarf að pakkinn sé vel merktur.