GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK

GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK

Söfnum áheitum og styrkjum gott málefni

ATH: Viðburðinum hefur verið frestað til 5. júní 2021 vegna fjölda COVID smita undanfarna daga. Allir sem nú þegar hafa skráð sig fá tölvupóst með frekari upplýsingum.

- - - - - - - - -

Laugardaginn 5. júní 2021 verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK. Markmið viðburðarins er að koma saman og ganga hina frábæru gönguleið Þórsgötu og safna um leið áheitum til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Gakktu með okkur og upplifðu óviðjafnanlega náttúru Þórsmerkur í haustlitunum um leið og þú styrkir gott málefni.

Skráning

Um viðburðinn

 • 5. júní 2021 - nánari dagskrá neðar á síðunni
 • Húsadalur Þórsmörk
 • 2 Gönguleiðir í boði
 • Skráningargjald rennur óskipt til Göngum saman
 • Volcano Trails greiða kr. 1.500 mótframlag á mann
 • Hægt að safna áheitum

Á staðnum

 • Rútuferðir sjá upplýsinar neðar á síðunni
 • Gisting
 • Veitingar
 • Leiðsögn um Þórsgötu
 • Varðeldur og brekkusöngur

Göngum saman í Þórsmörk

til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini

Göngum saman er grasrótarfélag, sem stofnað var haustið 2007. Helsta markmið Göngum saman er að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og til að afla fjár en í mörg ár stóð félagið fyrir stórum fjáröflunargöngum á landsvísu. Göngum saman hefur verið eitt af þeim félögum sem tekið hafa þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum í styrktarsjóðinn, auk þess sem félagið hefur haldið úti vikulegum göngum félögum til heilsueflingar. Félagið leggur megináherslu á að öll framlög renni óskipt í styrktarsjóð félagsins. Frá stofnun félagsins hefur ríflega 100 milljónum króna verið úthlutað til íslenskra vísindamanna á sviði brjóstakrabbameins. Nánari upplýsingar um Göngum saman á vefsíðu félagsins gongumsaman.is

Það er okkur sannarlega mikils virði að taka þátt í þessum viðburði með Volcano Trails í Þórsmörk, fá að njóta okkar fallegu náttúru undir góðri leiðsögn og safna fé í styrktarsjóðinn í leiðinni.

Gunnhildur Óskarsdóttir

Formaður Göngum Saman

Dagskrá og upplýsingar
Plus icon to open answer to question
Dagskrá

Fös 4. júní 2021

17:30 Rútuferð frá Seljalandsfossi fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna og gista í Húsadal

Bóka rútumiða hér

Bóka gistingu hér

Lau 5. júní 2021

07:00 Rúta leggur af stað frá aðalstúku við Laugardalsvöll Rvk (sjá staðsetningu á korti neðst á síðu)

 • 07:50 N1 Selfossi
 • 08:30 Lava Center Hvolsvöllur
 • 09:00 Seljalandsfoss / Tjaldstæði
 • 10:30 Húsadalur

11:00 Hádegishressing í Húsadal og léttar teygjur fyrir gönguna

12:00 GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK - Lagt af stað

 • Hópur A
  • 3 - 4 klst - létt ganga með smá hækkun / Merkurhringurinn
  • Möguleiki á að stytta eða lengja leiðina ef fólk vill
 • Hópur B

*ATH allur hópurinn leggur saman af stað en svo skilja leiðir

17:00 Fordrykkur og fögnuður í Húsadal - Afhending áheita.

 • Hægt að kaupa létta hressingu og/eða kvöldverð

18:30 Rúta leggur af stað til Reykjavíkur

 • 19:30 Seljalandsfoss
 • 20:00 Lava Center Hvolsvelli
 • 20:45 N1 Selfossi
 • 21:45 Aðalstúka við Laugardalsvöll Rvk

21:00 Varðeldur og brekkusöngur í Húsadal

Sun 6. júní 2021

08:00 - 10:00 Morgunverður og létt morgunganga

10:30 Rúta fer að Seljalandsfossi

Plus icon to open answer to question
Hvernig tek ég þátt?
 1. Byrjaðu á því að skrá þig og greiða skráningargjald sem rennur óskipt til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þú finnur hnappinn ofar hér á síðunni.
 2. Bókaðu gistingu ef þú vilt mæta á föstudegi eða vera fram á sunnudag
Plus icon to open answer to question
Skráning

Skráning í viðburðinn kostar kr. 5.000 en Volcano Trails bætir við kr. 1.500 með hverjum þátttakenda svo að þitt framlag verður samtals kr. 6.500. Skráningargjöld renna óskipt í Rannsóknarsjóð GÖNGUM SAMAN.

Plus icon to open answer to question
Söfnun áheita

Öllum er frjálst að styðja verkefnið. Hægt er að safna áheitum með því að fá vini, ættingja og fyrirtæki til að heita á sig fyrir að taka þátt. Í því tilfelli má leggja beint inn á reikning GÖNGUM SAMAN með nafn þess sem heitið er á í skýringu. Sá sem safnar mestu fé fær verðlaun í formi gjafabréfs fyrir tvo í Glamping gistingu í Húsadal Þórsmörk.

Reikningsnúmer Göngum Saman

301-13-304524

Kt. 650907-1750

Plus icon to open answer to question
Gisting

Hægt er að bóka gistingu bæði á föstudag og laugardag fyrir þá sem vilja. Hægt er að velja milli gistingar í tveggja manna herbergjum, smáhýsum og fjallaskálum en einnig er hægt að tjalda.

 • ATH ekki er hægt að bjóða upp á gistingu í Glamping tjöldum á þessum árstíma.

Hér er hægt að bóka gistingu.

Plus icon to open answer to question
Rútuferðir

Rútuferðir verða í boði frá Laugardalshöll, Olís við Rauðavatn, Selfossi, Hvolsvelli, Seljalandsfossi og Krossá á laugardag.

 • Bókun miða á laugardag fer fram við skráningu ofar á síðunni.

Rútuferðir verða í boði frá Seljalandsfossi á föstudag og sunnudag fyrir þá sem vilja lengja dvölina og gista.

Plus icon to open answer to question
Erfiðleikastig gönguferða

Boðið verður upp á tvær útgáfur gönguferða á laugardeginum af mismunandi erfiðleikagráðu.

 • Merkurhringurinn með eða án Valahnúks 6 - 8 km / 3 - 5 klst
 • Tindfjallahringurinn með eða án Valahnúks 12 km / 4 - 5 klst

Auðvelt er að stytta eða lengja hvora leið fyrir sig og sníða gönguna að getu hvers og eins. Hér er hægt að skoða lýsingar á gönguleiðunum.

Plus icon to open answer to question
Veitingar

Veitingastaður Volcano Huts er opinn alla helgina og hægt að fá þar morgunverð, kvöldverð, hamborgaramáltíðir, nestispakka og drykki á barnum.

Boðið verður upp á létta máltíð eftir gönguna og hægt er að bóka hana við skráningu.

Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um þjónustu veitingastaðarins.

Hér stoppar rútan