Laugardaginn 3. júní 2023 verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK. Markmið viðburðarins er að koma saman og ganga hina frábæru gönguleið Þórsgötu og safna um leið áheitum til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Gakktu með okkur og upplifðu óviðjafnanlega náttúru Þórsmerkur um leið og þú styrkir gott málefni.
til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini
Göngum saman er grasrótarfélag, sem stofnað var haustið 2007. Helsta markmið Göngum saman er að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og til að afla fjár en í mörg ár stóð félagið fyrir stórum fjáröflunargöngum á landsvísu. Göngum saman hefur verið eitt af þeim félögum sem tekið hafa þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum í styrktarsjóðinn, auk þess sem félagið hefur haldið úti vikulegum göngum félögum til heilsueflingar. Félagið leggur megináherslu á að öll framlög renni óskipt í styrktarsjóð félagsins. Frá stofnun félagsins hefur nær 120 milljónum króna verið úthlutað til íslenskra vísindamanna á sviði brjóstakrabbameins. Nánari upplýsingar um Göngum saman á vefsíðu félagsins gongumsaman.is
Það er okkur sannarlega mikils virði að taka þátt í þessum viðburði með Volcano Trails í Þórsmörk, fá að njóta okkar fallegu náttúru undir góðri leiðsögn og safna fé í styrktarsjóðinn í leiðinni.
Gunnhildur Óskarsdóttir
Formaður Göngum Saman
Þú getur safnað áheitum og fyrir Göngum saman. Sendu okkur tölvupóst á [email protected] með nafni hóps eða einstaklings ásamt mynd og stuttri lýsingu og við bætum ykkur á listann.
Sá sem safnar mestu fé fær fyrir málstaðinn verðlaun í formi gjafabréfs fyrir tvo í Glamping gistingu í Húsadal Þórsmörk. Einnig er hægt að millifæra inn á reikning Göngum saman - sjá reikningsupplýsingar hér neðar á síðunni.
Fös 2. júní 2023
7:00 Rútuferð frá Reykjavík fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna og gista í Húsadal
Lau 3. júní 2022
11:00 Hádegishressing í Húsadal og léttar teygjur fyrir gönguna
12:00 GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK - Lagt af stað
*ATH allur hópurinn leggur saman af stað en svo skilja leiðir
Ferðafélag Íslands býður göngufólki að nota salernisaðstöðu og fylla á vatnsbrúsa við Skagfjörðsskála í Langadal
17:00 Veitingar og fögnuður í Húsadal - Afhending áheita.
18:30 Rúta leggur af stað til Reykjavíkur
21:00 Varðeldur og brekkusöngur í Húsadal
Sun 4. júní 2023
08:00 - 10:00 Morgunverður og létt morgunganga
16:00 Rúta leggur af stað og ekur alla leið til Reykjavíkur með stoppum á leiðinni.
Skráning í viðburðinn kostar kr. 6.000 en Volcano Trails bætir við kr. 1.500 með hverjum þátttakenda svo að þitt framlag verður samtals kr. 7.500. Skráningargjöld renna óskipt í Rannsóknarsjóð GÖNGUM SAMAN.
Öllum er frjálst að styðja verkefnið. Hægt er að safna áheitum með því að fá vini, ættingja og fyrirtæki til að heita á sig fyrir að taka þátt. Í því tilfelli má senda tölvupóst á netfangið [email protected] með nafni, mynd og stuttri lýsingu. Nafn þitt eða hópsins verður þá sett upp á listann og áhugasamir geta þá heitið á þig til styrktar góðu málefni. Hægt er að greiða áheit með greiðslukortum eða með millifærslu á reikning GÖNGUM SAMAN með nafn þess sem heitið er á í skýringu. Sá sem safnar mestu fé fær verðlaun í formi gjafabréfs fyrir tvo í Glamping gistingu í Húsadal Þórsmörk.
Reikningsnúmer Göngum Saman
301-13-304524
Kt. 650907-1750
Hægt er að bóka gistingu bæði á föstudag og laugardag fyrir þá sem vilja. Hægt er að velja milli gistingar í tveggja manna herbergjum, smáhýsum og fjallaskálum en einnig er hægt að tjalda. Hægt er að greiða fyrir tjaldstæði á staðnum og ekki þarf að bóka það fyrirfram.
Rútuferðir verða í boði frá Aðalstúku Laugardalsvallar, Olís við Rauðavatn, Selfossi, Hvolsvelli, Krossá á laugardag
Hér er hægt að skoða upplýsingar um það hvernig þú kemst með bíl að Krossá
Rútuferðir á öðrum degi:
Hér er hægt að bóka rútumiðar á föstudag og sunnudag
Boðið verður upp á tvær útgáfur gönguferða á laugardeginum af mismunandi erfiðleikagráðu.
Auðvelt er að stytta eða lengja hvora leið fyrir sig og sníða gönguna að getu hvers og eins. Hér er hægt að skoða lýsingar á gönguleiðunum.
Veitingastaður Volcano Huts er opinn alla helgina og hægt að fá þar morgunverð, kvöldverð, hamborgaramáltíðir, nestispakka og drykki á barnum.
Boðið verður upp á létta máltíð eftir gönguna og hægt er að bóka hana við skráningu.
Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um þjónustu veitingastaðarins.