Söfnum áheitum og styrkjum gott málefni

Laugardaginn 8. júní 2024 verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN ÞÓRSGÖTU í Þórsmörk. Markmið viðburðarins er að koma saman og ganga hina frábæru gönguleið Þórsgötu og safna um leið áheitum til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Gakktu með okkur og upplifðu óviðjafnanlega náttúru Þórsmerkur um leið og þú styrkir gott málefni.

Skráning

Skráningargjald er kr. 6.500 en Volcano Trails bætir við kr. 1.500 með hverjum þátttakenda svo að þitt framlag verður samtals kr. 8.000. Skráningargjöld renna óskipt í Rannsóknarsjóð Göngum saman.

Um viðburðinn

 • 8. júní 2024- nánari dagskrá neðar á síðunni
 • Húsadalur Þórsmörk
 • 2 Gönguleiðir í boði (12 km og 6 km)
 • Skráningargjald rennur óskipt til Göngum saman
 • Volcano Trails greiða kr. 1.500 mótframlag á mann
 • Hægt að safna áheitum

Á staðnum

 • Rútuferðir sjá upplýsingar neðar á síðunni
 • Gisting
 • Veitingar
 • Leiðsögn um Þórsgötu
 • Varðeldur og brekkusöngur

Göngum saman í Þórsmörk

Til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Frá stofnun félagsins hefur nær 150 milljónum króna verið úthlutað til íslenskra vísindamanna sem stunda slíkar rannsóknir en þær eru undirstaða þess að lækning finnist.

Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og heldur úti reglulegum göngum bæði í Reykjavík og á Akureyri félögum til heilsubótar. Hreyfing hefur einnig verið mikilvægur þáttur í fjáröflun félagsins. Til margra ára stóð félagið fyrir fjáröflunargöngum á landsvísu og undanfarin ár hafa hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu safnað áheitum til styrktar Göngum saman. Þá er ótalið framlag Volcano Trails sem stendur nú í þriðja sinn fyrir fjáröflunargöngu í samvinnu við Göngum saman. Megináhersla hefur ávallt verið á að öll framlög einstaklinga renni óskipt í styrktarsjóðinn.

Það er okkur sannarlega mikils virði að taka þátt í þessum viðburði með Volcano Trails í Þórsmörk, fá að njóta fallegrar náttúru undir góðri leiðsögn og safna fé í styrktarsjóðinn í leiðinni.

Nánari upplýsingar um Göngum saman á vefsíðu félagsins gongumsaman.is

Linda Björk Ólafsdóttir

Formaður Göngum saman

Gönguleiðin um Þórsgötu

Ein fallegasta gönguleið Íslands

Þórsgatan er gönguleið sem liggur hring umhverfis alla Þórsmörk og þann 8. júní verður boðið upp á tvær útgáfur af leiðinni sem liggja báðar eftir vinsælustu áföngum Þórsgötu.

Tindfjallahringurinn er 12 km og fremur krefjandi með bröttum köflum og nokkurri hækkun en Merkurhringurinn er um 6 km fremur létt leið með aflíðandi brekkum og auðvelt að stytta leiðina frekar ef þörf krefur. Fyrir þá sem vilja jafnvel enn styttri útgáfu er lítið mál að rölta um á flatlendi og njóta útsýnisins við Húsadal eða ganga yfir í Langadal og mæta öðru göngufólki þar.

Smelltu hér til að fá lesa meira um gönguleiðina Þórsgötu.

Hvernig kemst ég svo í Þórsmörk

Boðið verður upp á rútuferðir alla helgina

Boðið verður upp á rútuferðir í tengslum við Göngum saman alla helgina. Þegar þú hefur lokið skráningu í viðburðinn sjálfan hér að ofan getur þú valið um tvo möguleika til að komast í Húsadal. Annarsvegar verður hægt að taka rútu alla leið frá Reykjavík, Selfossi, Hellu og Hvolsvelli en hinsvegar verður boðið upp á ferðir yfir Krossá fyrir þá sem eru á sínum eigin jeppa og komast alla leið að ánni. Smelltu á viðeigandi hlekk hér í textanum til að bóka.

Hvað ef ég vil gista í Þórsmörk?

Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í boði í Húsadal

Tilvalið er að lengja dvölina í Þórsmörk og gista í Húsadal. Hægt er að velja gistingu í lúxus glamping tjöldum, smáhýsum og tveggja manna herbergjum. Gerðu meira úr helginni og bókaðu gistingu í Húsadal með því að smella hér.

Veitingar í Þórsmörk

Þú þarft ekkert að taka með þér!

Boðið verður upp á grillaða hamborgara eftir gönguna sem hægt er að bóka um leið og þú skráir þig til þátttöku. Veitingastaðurinn okkar í Húsadal er opinn alla helgina þar sem boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kvöldverðarhlaðborð, léttar veitingar yfir daginn auk þess sem hægt er að fá drykki afgreidda á barnum. Nánari upplýsingar um veitingastaðinn og matseðilinn er hægt að skoða hér.

Áheitasöfnun Göngum saman í Þórsmörk

Bjóðum öllum að styrkja gott málefni

Þú getur safnað áheitum og fyrir Göngum saman. Sendu okkur tölvupóst á [email protected] með nafni hóps eða einstaklings ásamt mynd og stuttri lýsingu og við bætum ykkur á listann.

Sá sem safnar mestu fé fær fyrir málstaðinn verðlaun í formi gjafabréfs fyrir tvo í Glamping gistingu í Húsadal Þórsmörk. Einnig er hægt að millifæra inn á reikning Göngum saman - sjá reikningsupplýsingar hér neðar á síðunni.

Dagskrá og upplýsingar
Plus icon to open answer to question
Dagskrá

Fös 7. júní 2024

7:00 Rútuferð frá Reykjavík fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna og gista í Húsadal

Bóka rútumiðar hér

Bóka gistingu hér

Lau 8. júní 2024

 • 07:00 Rúta leggur af stað frá BSÍ
 • 07:50 N1 Selfossi
 • 08:30 Lava Center Hvolsvöllur
 • 10:00 Krossá - Bílastæði
 • 10:30 Húsadalur
 • Hádegishressing í Húsadal og léttar teygjur fyrir gönguna

11:00 GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK - Lagt af stað

 • Hópur A
  • Lauflétt ganga frá Húsadal yfir í Langadal - u.þ.b. 30 mínútna ganga og hægt að tylla sér niður við Skagfjörðsskála og hitta aðra göngugarpa þegar þeir ganga þar framhjá
 • Hópur B
  • 3 - 4 klst - létt ganga með smá hækkun / Merkurhringurinn
  • Möguleiki á að stytta eða lengja leiðina ef fólk vill
 • Hópur C

*ATH allur hópurinn leggur saman af stað en svo skilja leiðir

Ferðafélag Íslands býður göngufólki að nota salernisaðstöðu og fylla á vatnsbrúsa við Skagfjörðsskála í Langadal

15:30 Veitingasala og fögnuður í Húsadal - Afhending áheita.

 • Hægt að kaupa létta hressingu og/eða kvöldverð áður en fyrsta rúta fer tilbaka

Rútuferðir úr Þórsmörk

 • 15:30 Fyrsta ferð frá Húsadal að bílastæði við Krossá
 • 16:00 Brottför til Reykjavíkur með stoppum á leiðinni
 • 17:40 N1 Hvolsvelli
 • 18:00 Hella
 • 18:30 N1 Selfossi
 • 19:30 Reykjavík BSÍ

Boðið verður upp á kvöldverð og kvöldvöku á veitingastaðnum í Húsadal fyrir þá sem ætla að gista og fara heim á sunndudag.

Sun 9. júní 2024

08:00 - 10:00 Morgunverður og létt morgunganga

16:00 Rúta leggur af stað og ekur alla leið til Reykjavíkur með stoppum á leiðinni.

Bóka rútumiða hér

Plus icon to open answer to question
Hvernig tek ég þátt?
 1. Byrjaðu á því að skrá þig og greiða skráningargjald sem rennur óskipt til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þú finnur hnappinn ofar hér á síðunni.
 2. Bókaðu gistingu ef þú vilt mæta á föstudegi eða vera fram á sunnudag
Plus icon to open answer to question
Skráning

Skráning í viðburðinn kostar kr. 6.500 en Volcano Trails bætir við kr. 1.500 með hverjum þátttakenda svo að þitt framlag verður samtals kr. 7.500. Skráningargjöld renna óskipt í Rannsóknarsjóð GÖNGUM SAMAN.

Plus icon to open answer to question
Söfnun áheita

Öllum er frjálst að styðja verkefnið. Hægt er að safna áheitum með því að fá vini, ættingja og fyrirtæki til að heita á sig fyrir að taka þátt. Í því tilfelli má senda tölvupóst á netfangið [email protected] með nafni, mynd og stuttri lýsingu. Nafn þitt eða hópsins verður þá sett upp á listann og áhugasamir geta þá heitið á þig til styrktar góðu málefni. Hægt er að greiða áheit með greiðslukortum eða með millifærslu á reikning GÖNGUM SAMAN með nafn þess sem heitið er á í skýringu. Sá sem safnar mestu fé fær verðlaun í formi gjafabréfs fyrir tvo í Glamping gistingu í Húsadal Þórsmörk.

Reikningsnúmer Göngum Saman

301-13-304524

Kt. 650907-1750

Plus icon to open answer to question
Gisting

Hægt er að bóka gistingu bæði á föstudag og laugardag fyrir þá sem vilja. Hægt er að velja milli gistingar í tveggja manna herbergjum, smáhýsum og fjallaskálum en einnig er hægt að tjalda. Hægt er að greiða fyrir tjaldstæði á staðnum og ekki þarf að bóka það fyrirfram.

Hér er hægt að bóka gistingu í Húsadal.

Plus icon to open answer to question
Rútuferðir

Rútuferðir verða í boði frá BSÍ, Olís við Rauðavatn, Selfossi, Hvolsvelli, Krossá á laugardag

Hér er hægt að skoða upplýsingar um það hvernig þú kemst með bíl að Krossá

Rútuferðir á öðrum degi:

Hér er hægt að bóka rútumiðar á föstudag og sunnudag

Plus icon to open answer to question
Erfiðleikastig gönguferða

Boðið verður upp á tvær útgáfur gönguferða á laugardeginum af mismunandi erfiðleikagráðu.

 • Merkurhringurinn með eða án Valahnúks 6 - 8 km / 3 - 5 klst
 • Tindfjallahringurinn með eða án Valahnúks 12 km / 4 - 5 klst

Auðvelt er að stytta eða lengja hvora leið fyrir sig og sníða gönguna að getu hvers og eins. Hér er hægt að skoða lýsingar á gönguleiðunum.

Plus icon to open answer to question
Veitingar

Veitingastaður Volcano Huts er opinn alla helgina og hægt að fá þar morgunverð, kvöldverð, hamborgaramáltíðir, nestispakka og drykki á barnum.

Boðið verður upp á létta máltíð eftir gönguna og hægt er að bóka hana við skráningu.

Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um þjónustu veitingastaðarins.

Hér stoppar rútan
>