Húsadalur Þórsmörk við fótskör bestu gönguleiða á Íslandi

Volcano Huts í Húsadal Þórsmörk bjóða upp á gistingu og veitingar á besta stað í Þórsmörk. Hægt er að velja um gistingu í GLAMPING lúxustjöldum, tveggja manna herbergjum, smáhýsum, fjallaskálum auk þess sem hægt er að tjalda. Eftir langan dag á fjöllum er gott að vita af því að hér í Húsadal bíður þín heit máltíð, kaldir drykkir, gufubað og uppábúin rúm við fótskör bestu gönguleiða landsins.


15. maí - 30. September 2025: opið alla daga frá kl 8:00 - 23:00

Nov 2024 - 14. Maí 2025: aðeins opið fyrir hópabókanir
Ferðir og þjónusta
Gisting í Þórsmörk

Veldu á milli þess að gista í GLAMPING lúxustjöldum, tveggja manna herbergjum, smáhýsum og fjallaskálum eða í þínu eigin tjaldi.

Lesa meira
Veitingar í Þórsmörk

Við bjóðum upp á staðgóðan, hollan og góðan mat sem stendur með þér allan daginn á gönguleiðunum. Hér færð þú morgunverð, hádegisverð, nestispakka, kvöldverð, millimál og hressandi drykki á barnum.

Lesa meira

Húsadalur Þórsmörk

Þar sem bestu gönguleiðir landsins mætast

Í Húsadal í Þórsmörk bjóðum við upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.

Í Húsadal er boðið upp á gistingu í GLAMPING lúxustjöldum, tveggja manna herbergjum, smáhýsum, fjallaskálum og á tjaldsvæðum. Aðgangur að sturtum, gufubaði og náttúrulaug er innifalinn í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.

Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum eða við varðeldinn og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.

Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Til að komast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp Þórsmerkurveg sem er jeppafær vegarslóði merktur F249. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.

Daglegar rútuferðir eru í boði á sumrin en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða hér.

Að komast hingað er hluti af upplifuninni!

Húsadalur er staðsettur í Þórsmörk og til að komast hingað þarf að fara yfir óbrúaðar ár. Best er að leggja bílnum og hoppa um borð í rútuna sem kemur þér örugglega yfir árnar. Hægt er að taka rútuna alla leið frá Reykjavík eða leggja bílnum við Hvolsvöll, Brú Base (249) og taka rútuna þaðan. Hér getur þú séð rútuáætlunina og keypt rútumiða í Þórsmörk.

self.image.title
Staðsetning
>

Skráðu þig á póstilistann og fáðu fréttir af fjöllum