Laugardaginn 6. september árið 2025 fer fram í tólfta sinn utanvegahlaupið Þórsgata Volcano Trail Run. Boðið verður upp á tvær vegalengdir sem báðar liggja um bestu útsýnisstaði Þórsmerkur.
Þórsgata Volcano Trail Run er haldið í samstarfi við Hlaupár.is
Þórsgata Volcano Trail Run hefur gengið til samstarfs við þau Þórdísi og Hlyn hjá Hlaupár.is en þau munu sjá um hlaupastjórn viðburðarins, samskipti við keppendur auk þess sem Hlaupár veitir vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla og kvennaflokki. Að auki verða dregin út vegleg útdráttarverðlaun.
Innifalið í þátttökugjaldi er tímatökuflaga, aðgangur að sturtum, gufubaði og baðlaug eftir hlaupið
Opnað hefur verið fyrir skárningu í hlaupið hér á Hlaup.is
12 km
Skráningar til 30.júní: kr. 7.900
Skráningar frá 1.júlí - 3. september: kr. 8.900
Skráningar frá 4.september - 6. september: kr. 12.900
4,5 km
Skráningar til 30.júní: kr. 2.900
Skráningar frá 1.júlí - 3. september: kr. 3.400
Skráningar frá 4. september - 6. september: kr. 3.900
Lokað verður fyrir forskráningar á hlaup.is kl. 18 föstudaginn 5. september en hægt verður að skrá sig á staðnum til kl. 11:00 þann 6. september.
Hámarksfjöldi í 12 km hlaupið er 500 manns.
12km Þórsgata: Ræsing 6. september 2024, kl. 12:00 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.
4,5 km Valahnúkur: Ræsing 6. september 2024 kl 12:15 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.
Leiðin: Hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.
Hér má sjá leiðina á korti og hér má svo einnig hlaða niður GPX skrá með leiðinni.
Leiðin: Hlaupið er inn Húsadalinn og þaðan farið inn á stíg sem liggur að Langadal. Þegar komið er í Langadal þá er Haldið upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal. Leiðin hentar jafnt þeim sem vilja fara hratt yfir og einnig þeim sem vilja taka létt skokk eða ganga.
Hægt verður að nálgast keppnisgögn daginn fyrir hlaupið í Reykjavík auk þess sem hægt verður að fá keppnisgögn afhent á staðnum fyrir ræsingu.
Nánari upplýsingar um afhendingu gagna með tíma og staðsetningu verða birtar á Facebooksíðu hlaupsins þegar nær dregur.
Rútur fara frá Reykjavík á keppnisdag en einnig er hægt að gista og taka rútu tilbaka daginn eftir.
Hægt er að bóka rútuferðir hér á þessari síðu
Hægt er að bóka veitingar á þessari síðu en einnig geta aðstandendur keypt mat og drykki á barnum á staðnum.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna auk þess sem dregnir verða út vinningar.
Í stað þess að veita þátttökuverðlaun (medalíu) verður samsvarandi upphæð veitt í umhverfissjóð Volcano Trails til uppbyggingar, merkinga og viðhalds göngu- og hlaupaleiða í Þórsmörk.
Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinilegur mestan hluta leiðarinnar og brautin merkt með stikum.
Engar drykkjastöðvar verða nema í endamarki en vatn rennur í lækjum hér og þar meðfram leiðinni þar sem hægt er að fylla á brúsa.
Hlaupið er haldið af Volcano Trails í Húsadal Þórsmörk í samstarfi við Hlyn og Þórdísi hjá Hlaupár sem sjá um hlaupastjórn.
Hér geta allir tekið þátt og við hvetjum fólk til að taka fjölskylduna með. Tilvalið að taka börnin og/eða ömmu/afa með til að fara 4,5 km leiðina.
Ábendingar og fyrirspurnir er varða hlaupið sendist á [email protected]