Þórsgata er vinsælasta gönguleið landsins!

Settu Þórsgötu á kortið í sumar og upplifðu eina bestu göngu- og hlaupaleið landsins í óviðjafnanlegri náttúru Þórsmerkur.

Hægt er að velja léttar dagsferðir og allt upp í nokkurra daga sumarleyfisferðir fyrir alla fjölskylduna með gistingu og veitingum í Húsadal Þórsmörk. Hægt er að velja um fjölbreytta gistimöguleika í Húsadal með veitingum svo þú þarft ekkert að taka með þér. Þórsgatan er tilvalin áskorun fyrir hópa sem vilja reyna á sig upplifa náttúru landsins og efla liðsandann.

Settu Þórsgötu á kortið í sumar!

Einstakt útsýni yfir alla Þórsmörk

Þórsgata er einhver fallegasta og fjölbreyttasta gönguleið landsins og býður upp á fjölda möguleika til að stytta eða lengja leiðina, allt eftir þörfum hvers og eins. Fjallasýn Þórsmerkur og nærliggjandi svæða er einstök og Þórsgata gefur fólki færi á að upplifa þessa einstöku náttúru frá fjölda sjónarhorna.

Hægt er að ganga, hlaupa og jafnvel hjóla Þórsgötu alla á einum degi fyrir þá sem eru í góðu líkamlegu ástandi en fyrir þá sem vilja skipta henni upp í styttri áfanga höfum við skipt leiðinni í nokkra hringi sem hægt er tengja saman til að lengja eða stytta jafnvel ennfrekar. Hver hringur býður upp á fallegt útsýni og fjölbreytta upplifun en hægt er að velja allt frá mjög stuttum göngutúrum sem taka ekki nema 20 mínútur upp í heilsdags leiðangra með ýmsum útúrdúrum. Göngufólk getur þannig sett sér takmark um að klára Þórsgötu í heilu lagi eða í eins mörgum áföngum og hentar hverjum og einum.

Þórsgata er frábær valkostur fyrir fólk sem vill upplifa einstaka náttúru Þórsmerkur en leiðin er sérlega vel staðsett á milli gönguleiðanna um Laugaveg og Fimmvörðuháls. Þannig geta þeir sem fara þessar leiðir nú bætt Þórsgötu við og aukið ennfrekar upplifun af gönguferðinni. Þórsgata er einnig tilvalinn kostur fyrir þá sem ekki komast yfir Fimmvörðuháls vegna veðurs en frá Þórsgötu er einnig frábært útsýni yfir hluta leiðarinnar yfir Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul. Smelltu hér til að skoða nánari leiðarlýsingu af Þórsgötu.

Þórsgata

Lengd Þórsgötu

Leiðin í heild sinni er um 17 km löng en auðvelt er að stytta og bæta við útúrdúrum eftir áhuga og formi hvers og eins. Búið er að skipta leiðinni upp í nokkra styttri hringi sem hægt er að tengja saman eða stytta eftir því sem hentar.

Erfiðleikastig

Leiðin er aðgengileg flestum og auðvelt að velja áfanga sem bjóða upp á sama útsýni og upplifun en miskrefjandi aðstæður hvað varðar tíma, lengd hækkun, brattlendi ofl. Allir ættu að finna gönguleið við sitt hæfi.

Hvað þarf að hafa meðferðis?

Með bækistöð í Húsadal þarft þú ekki að bera mikið með þér. Neðar á þessari síðu er að finna ítarlegan búnaðarlista yfir hluti sem gott er að hafa meðferðis.

Gisting og veitingar í Þórsmörk

Hægt er að velja um fjölbreytta gistimöguleika í Húsadal Þórsmörk og veitingastaðurinn okkar opnar senmma og lokar seint.

Leiðsögn

Gönguleiðakort eru fáanleg í Húsadal og starfsfólk okkar aðstoðar þig við að velja bestu leiðina sem hentar þér. Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa.

Fyrir hverja

Þórsgata hentar vel fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa sem vilja upplifa fallegustu náttúru landsins og njóta góðrar þjónustu og aðbúnaðar í Húsadal á milli gönguferða. Auðvelt er að velja leiðir sem henta hverjum og einum.

Leiðir til að upplifa Þórsgötu

Daglegar rútuferðir í Þórsmörk

Hér getur þú bókað rútuferð í Þórsmörk. Daglegar rútuferðir með mörgum brottförum á dag eru í boði yfir sumarið svo allir ættu að finna brottför sem hentar. Leiðin í Þórsmörk er ævintýri í sjálfu sér þar sem fara þarf yfir margar óbrúaðar ár svo það er betra að leggja bílnum og taka rútuna. Leiðin upp Þórsmerkurveg F249 býður upp á stórfenglegt útsýni og skemmtilega upplifun. Hægt er að taka rútu alla leið frá BSÍ í Reykjavík, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og Brú Base rétt ofan við Seljalandsfoss.

self.image.title
Leiðarlýsing og helstu áfangar Þórsgötu

Hér finnur þú nánari upplýsingar um Þórsgötuna með leiðarlýsingum á helstu áföngum leiðarinnar.

Lesa meira
Gisting í Þórsmörk

Hér finnur þú upplýsingar gistimöguleika í Húsadal Þórsmörk þaðan sem þú byrjar og endar gönguleiðina um Þórsgötu.

Lesa meira
Þórsgata helstu upplýsingar
Plus icon to open answer to question
Hvar byrjar og endar Þórsgata

Gönguleiðin um Þórsgötu byrjar og endar í Húsadal í Þórsmörk en einnig er hægt að byrja frá Langadal eða Básum eftir því sem hentar hverjum og einum.

Plus icon to open answer to question
Hvenær opnar Þórsgatan?

Þórsgata er sú gönguleið sem opnar fyrst allra gönguleiða á hálendinu og hægt er að ganga hana langt fram á haust og jafnvel um vetur. Leiðin er alla jafna orðin snjólaus í byrjun maí og búið er að yfirfara alla leiðina, lagfæra stikur og stíga í lok maí eða byrjun júní.

Volcano Huts í Húsadal Þórsmörk eru opnir á milli 15. maí - 30. september og opið fyrir hópabókanir á milli 1. október - 14. maí.

Daglegar rútuferðir í Þórsmörk hefjast 1. maí og standa þar til 30. september.

Plus icon to open answer to question
Hvernig kemst ég í Þórsmörk?

Leiðin í Þórsmörk er ævintýri líkust þar sem fara þarf yfir margar óbrúaðar ár með ægifagurt útsýni til allra átta.

Daglegar rútuferðir eru í og úr Þórsmörk yfir sumarið sem gera ferðalagið einfalt og þægilegt. Hægt er að taka rútu alla leið frá Reykjavík eða ýmsum stöðum á leiðinni. Hægt er að leggja bílum og geyma þar sem rútur stoppa. Sjá nánari upplýsingar um rútuáætlun og miðabókanir hér.

Fyrir þá sem eru á jeppum er hægt að aka upp að Krossá, leggja bílnum þar og ganga á göngubrúm yfir ána og alla leið yfir í Húsadal. ATH ekki er boðið upp á skutl yfir Krossá.

Hægt er að fá leigðar fjallarútur fyrir hópa og sérútbúna fjallajeppa sem vilja gera meira úr ferðinni.

Hér er hægt að bóka rútuferðir í Þórsmörk hér Bóka miða.

Plus icon to open answer to question
Hvað er maður lengi að ganga Þórsgötuna?

Þórsgatan er um 17 kílómetra löng í heild sinni en auðvelt er að skipta henni upp í styttri áfanga. Flestir ganga hana á einum degi og ganga þá t.d. Tindfjallahringinn með eða án Valahnúk á fyrri degi og bæta svo við Merkurrananum á seinni degi áður en haldið er heim á leið. Margir ganga eða skokka þó alla leiðina á einum degi en miðað við venjulegan gönguhraða má reikna með að öll leiðin taki allt að 7 klukkustundum með góðum stoppum inn á milli.

Plus icon to open answer to question
Gisting og veitingar í Þórsmörk

Hjá Volcano Huts í Húsadal Þórsmörk er boðið upp á gistingu í Smalahúsum, uppábúnum og upphituðum Lúxus Glamping tjöldum, tveggja manna herbergjum með uppábúnum rúmum, fjallaskálum auk þess sem hægt er að tjalda.

Veitingastaður er í Húsadal þar sem hægt er að fá allar helstu veitingar.

Plus icon to open answer to question
Hreinlætisaðstaða á Þórsgötunni

Salerni og sturtur eru aðgengileg í Húsadal, Langadal og Básum. Hægt er að fylla á vatnsbrúsa á öllum þessum stöðum en einnig er óhætt að fylla á brúsa í ám og lækjum. ATH að greiða þarf aðstöðugjald í Langadal og Básum fyrir agengi að salernum en ekki í Húsadal.

ATH að ekki er salernisaðstaða utan skálasvæðanna þannig að þú gætir því þurft að bregða þér á bak við hól ef skyndilega kemur yfir þig þörfin. Það gæti því reynst gott að hafa með sér bréfþurrkur og mundu að ganga þannig frá að engin ummerki sjáist á eftir.

Plus icon to open answer to question
Hvenær er best að ganga Þórsgötuna?

Flestir ganga Þórsgötu í júlí og ágúst en einnig er vinsælt að ganga leiðina á haustin og upplifa haustlitina í Þórsmörk í leiðinni. Oft eru miklar veðurstillur í Þórsmörk á haustin og einstök upplifun að ganga Þórsgötna á þessum tíma árs.

Veður er almennt hlýrra í júlí og ágúst en kalt getur þó orðið á nóttunni og allra veðra er von hvenær sem er ársins. Þegar kemur fram í september og október fer að kólna en oft eru þó kjöraðstæður til að ganga þessa fallegu leið á haustin.

Plus icon to open answer to question
Er Þórsgata líkamlega erfið?

Almennt má segja að göngleiðin sé fremur létt og aðgengileg en það veltur þó allt á formi hvers og, aðstæðum hverju sinni og hvernig gangan er skipulögð. Leiðinni hefur verið skipt upp í nokkra hringi eða áfanga sem auðvelt er að tengja saman eða stytta eftir þörfum.

Sé gangan farin á tveimur dögum má segja að hún sé vel viðráðanleg flestu göngufólki í sæmilegu formi. Heildarhækkun á allri leiðinni er tæpir 700 metrar en með því að gana hringinn réttsælis eru flestar brekkur aflíðandi og auðveldar uppgöngu.

Brattir kaflar eru einkum á Tindfjallahring upp úr Slyppugilsdrögum, á Stangarhálsi og í hlíðum Valahnúks.

Á heildina litið er Þórsgatan aðgengileg flestu göngufólki og auðvelt er að sneiða framhjá erfiðum köflum eftir því sem form og aðstæður leyfa.

Hælsæri, álagsmeiðls eða nuddsár undan bakpoka eða á milli læra geta haft afgerandi áhrif á ánægju göngufólks og munið að taka með hælsærisplástra.

Plus icon to open answer to question
Er leiðin vel merkt?

Gönguleiðin er alla jafna vel merkt og skóðinn er vel markaður í jarðveginn. Svo lengi sem ekki er snjór á leiðinni þá sést vel hvar leiðin liggur og stígurinn leiðir mann vel áfram.

Upplýsingaskilti og vegvísar eru hér og þar á leiðinni og vísa í áttina að helstu áfangastöðum.

Nauðsynlegt er að hafa kort, og það getur verið gott að hafa áttavita og jafnvel GPS staðsetningartæki meðferðis en mundu að það er ekki nóg að hafa þetta með, þú þarft líka að kunna að nota þetta.

Sími kemur ekki í staðinn fyrir kort, áttavita og GPS tæki en er ágæt viðbót.

Gönguleiðakort fást í móttöku okkar í Húsadal og starfsfólk okkar aðstoðar göngufólk við að finna bestu leiðina sem hentar hverjum og einum.

Plus icon to open answer to question
Vistir og veitingasala

Veitingastaður okkar við í Húsadal býður upp á kærkomna hressingu fyrir göngufólk en þar er hægt að kaupa morgunverð, nestispakka, hádegisverð, kvöldverð, snarl og létta drykki á barnum. Sjá nánar hér.

Gott er að hafa nesti sem ætlunin er að borða hvern dag aðgengilegt ofarlega í pokanum og eitthvað orkuríkt snarl s.s. hnetur, súkkulaði og rúsínur í vasanum til að maula á leiðinni. Annað nesti er gott að hafa neðarlega í pokanum og sem næst hryggnum því nokkur þyngd getur verið í nestispakka.

Gott er að hafa vatnsflösku aðgengilega utan á pokanum en einnig er gott að hafa mál í bandi sem hægt er að nota til að fá sér vatnssopa úr ám og lækjum á leiðinni. Þannig þarf ekki að bera eins mikla þyngd í vatni og ekki alltaf að vera að fylla á vatnsbrúsann. Vatn er aðgengilegt víða á leiðinni.

Plus icon to open answer to question
Búnaður og fatnaður

Gott er að hafa meðferðis föt, nesti og búnað fyrir eins dags göngu. Miða þarf við aðstæður og veður hverju sinni og áætlaða lengd göngu hvers og eins.

Að sumri er alla jafna nóg að hafa meðferðis léttan útivistarfatnað, lítinn dagpoka, vatnsflösku og nesti en á öðrum árstímum gæti þurft að vera í hlýrri fatnaði.

Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm með grófum sólum. Léttir gönguskór eða strigaskór eru í lagi svo lengi sem þeir eru ekki hálir.

Búnaðarlisti

Gönguleiðakort af Þórsmörk - fæst í móttöku Volcano Huts í Húsadal

Sími - fullhlaðinn

Gott að hafa með GPS og áttavita en þó ekki nauðsynlegt

Lítill bakpoki 10 - 20 L með vatnsheldri hlíf og gott er að hafa fatnað og annað sem ekki má blotna í vatnsheldum poka ofan í bakpokanum

Ystalag - Vind og vatnsheldur göngu og útivistarfatnaður

Millilag - t.d. Ull eða flísefni

Innstalag - Ullarnærföt ef kalt er í veðri

Nesti til 8 klukkustunda göngu hvern dag - Nestispakkar fást í Húsadal

Vatnsbrúsi - 0,5 - 1 L

Mál til að hengja utan á bakpoka

Húfa og vettlingar

Göngusokkar úr ull eða ullarblöndu

Hælsærisplástrar, plástrar, teygjubindi fyrir ökkla

Sólgleraugu og sólarvörn

Göngustafi getur verið gott að hafa en ekki nauðsynlegt

Höfuðljós ef farið er á tíma þar sem myrkur getur skollið á

Gaman getur verið að hafa sjónauka og góða myndavél

Plus icon to open answer to question
Hvað þarf að varast?

Þórsgatan er frábær gönguleið og við bestu aðstæður býður hún upp á þægilega göngu í óviðjafnanlegu landslagi. Margt getur þó gerst sem breytir þægilegri heilsubótargöngu í krefjandi og jafnvel lífshættulega svaðilför. Veður, slys og lélegur búnaður geta skipt sköpum og því er ávallt nauðsynlegt að huga vel að undirbúningi.

Farsímasamband er gott á flestum stöðum á leiðinni en þó eru kaflar á leiðinni þar sem lítið samband næst. Ganga þarf upp úr dölum og fyrir fjallahryggi á sumum stöðum til að fá samband.

Veður getur breyst mikið og óveður skollið á með skömmum fyrirvara með miklum vindi og úrkomu. Hitastig getur lækkað mikið og hafa ber í huga að þó mikill hiti sé yfir daginn þá getur hiti fallið vel niður fyrir frosmark á nóttunni hvenær sem er ársins. Þoka, snjór og skafrenningur getur hamlað útsýni sem gerir rötun erfiða.

Flest banaslys á hálendinu má rekja til ofkælingar þar sem illa búið fólk villist af leið og lætur lífið vegna bleytu og kulda.

Haldið ykkur sem næst gönguleiðinni og ef farið er af leið látið þá vita um breytta áætlun.

Skráðu ferðatilhögun hjá Hálendisvaktinni www.safetravel.is

Plus icon to open answer to question
Ferðumst af ábyrgð

Náttúran á Hálendi Íslands er einkar viðkvæm og mörg ár eða áratugi getur tekið fyrir gróðurskemmdir að gróa aftur. Höldum okkur á göngustígum, hendum ekki rusli á víðavangi og tjaldið aðeins á merktum tjaldsvæðum.

Gerum öll okkar besta til að vernda náttúru Íslands.

Myndir af Þórsgötu

Gönguleiðin um Þórsgötu býður upp á fallegt útsýni, fjölbreytt landslag og góðan aðbúnað í Húsadal.

Kort af Þórsgötu
>

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af fjöllum