Gefðu einstaka upplifun með gjafabréfi í ævintýralega gistingu í Húsadal Þórsmörk.
Taktu rútuna í Þórsmörk og eyddu deginum í að ganga eftir vel merktum gönguleiðum með stórfenglegt útsýni til allra átta. Við bíðum svo eftir þér í Húsadal með hressingu fyrir líkama og sál.
Veldu gistimöguleika sem hentar þér og þínum. Lúxus Glamping tjöld, smáhýsi, tveggja manna herbergi, fjallaskálagisting og tjaldstæði.
Laugavegshlaupið fer fram 12. júlí 2025 og endar hér í Húsadal Þórsmörk. Hér getur þú bókað gistingu og ferðir í og úr Þórsmörk til að fylgjast með keppendum koma í mark.
Þórsgata Volcano Trail Run er eitt vinsælasta utanvegahlaup landsins. Taktu þátt og upplifðu náttúru Þórsmerkur.
Fimmvörðuhálshlaupið verður haldið í annað sinn laugardaginn 9. ágúst 2025. Hlaupið byrjar á Skógum og endar í Húsadal.
Skráðu þig til þátttöku hér. Skráningargjald rennur óskipt til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þegar þú skráir þig þá greiðum við mótframlag kr. 1.500 fyrir hvern þáttkanda þannig að þitt framlag verður kr. 6.500.
Hér getur þú leigt Land Rover Defender til að ferðast um allt hálendi Íslands. Tilvalið í veiði og hverslags útivist.
Finndu tíma og stað sem hentar þér og sjáumst í Þórsmörk.
Leggðu bílnum á Skógum og gakktu yfir Fimmvörðuháls. Síðan tekur þú rútuna aftur frá Básum eða Húsadal í Þórsmörk að Skógum og sækir bílinn.
Hér getur þú bókað rútumiða fyrir Landmannalaugar og Laugaveg.